Categories
Fréttir

Biðlistar allt að 18 mánuðir á BUGL

Deila grein

13/05/2015

Biðlistar allt að 18 mánuðir á BUGL

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, gerði að umtalsefni í störfum þingsins á Alþingi í gær nýja úttekt á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) er landlæknisembættið framkvæmdi.
„Markmið úttektarinnar var að skoða öryggi og gæði valinna þjónustuþátta í þeim tilgangi að koma með leiðir til úrbóta,“ sagði Elsa Lára.
Og hún hélt áfram, „í úttektinni kom fram að biðlistar eftir greiningu séu allt að 18 mánuðir. Þetta er ekki nýtt vandamál og þetta er ekki eitthvað sem er að gerast fyrst núna.“
Elsa Lára vill að við þessu verði að brugðist en ánægjulegt var að ríkisstjórnin gaf í er varðar heilbrigðismálin í síðustu fjárlögum og hefur landlæknir staðfest það í ýmsum þáttum.
„Við sjáum það að ef við komum fram og hjálpum þeim einstaklingum sem eiga í vanda fyrr en síðar þá skilar það sér í auknum lífsgæðum fyrir viðkomandi einstaklinga,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur: