Categories
Fréttir

Halldór Ásgrímsson látinn

Deila grein

19/05/2015

Halldór Ásgrímsson látinn

flokksthing2015-HalldórÁsgrímssonHalldór Ásgrímsson, fyrrv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn. Halldór lést í gær, á Landsspítalanum í Reykjavík. Hann var 67 ára.
Halldór fæddist á Vopnafirði 8. september 1947. Hann var sonur hjónanna Ásgríms Halldórssonar, framkvæmdastjóra á Höfn á Hornafirði og Guðrúnar Ingólfsdóttur. Eftirlifandi kona Halldórs er Sigurjóna Sigurðardóttir, læknaritari. Dætur þeirra eru Helga, Guðrún Lind og Íris Huld.
Halldór lauk samvinnuskólaprófi 1965. Varð löggiltur endurskoðandi 1970. Halldór fór í framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn 1971–1973. Lektor var hann við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1973–1975.
Halldór var varaformaður Framsóknarflokksins 1980–1994 og formaður hans 1994–2006.
Halldór var alþingismaður Austurlandskjördæmis 1974–1978 og 1979–2003 og Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2006.
Halldór var skipaður sjávarútvegsráðherra 1983–1991 og samstarfsráðherra um norræn málefni 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989, samstarfsráðherra Norðurlanda 1995–1999, utanríkisráðherra 1995–2004, forsætisráðherra 2004–2006.
Gegndi Halldór fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Halldór var síðast framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, 2007-2013.
Framsóknarmenn minnast mikils foringja með djúpri virðingu og þakklæti. Aðstandendum er vottuð samúð og þakkir fyrir ómældar fórnir í þágu Framsóknarflokksins og íslensku þjóðarinnar.
Myndatexti: Halldór Ásgrímsson á flokksþingi Framsóknarmanna í apríl 2015.