Categories
Fréttir

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Deila grein

17/12/2014

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson alþingismaður ræddi á Alþingi í gær breytingarnar á sköttum og vörugjöldum og áhrif þeirra til lækkunar vöruverðs á Íslandi.
„Þær munu leiða til lækkunar vegna þess að nettóáhrifin eru þannig að lækkun efra þreps virðisaukaskatts og vörugjalda mun gera meira en að vega upp á móti hækkun á neðra þrepinu.“
Þorsteinn minnti á að mikil væri ábyrgð þeirra sem sjá um vörudreifinguna, þe. ráðstöfuninni á áhrifinum afnámi vörugjalda.
„Það verður að segjast eins og er að undanfarið ár hefur sú stétt ekki staðið undir þeirri ábyrgð vegna þess að gengisstyrking krónunnar hefur ekki skilað sér í vöruverð eins og vera skyldi. Það er í raun þannig að sú inneign sem neytendur eiga hjá kaupmannastéttinni í landinu gerir meira ein og sér en að dekka hækkun lægra þreps virðisaukaskatts.“
Mikilvægt er að neytendur fylgist mjög vel með þróun vöruverðs á næstunni, það verður hlutverk allra landsmanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]