Categories
Fréttir

Norrænir jafnréttisvísar

Deila grein

30/06/2016

Norrænir jafnréttisvísar

fæðingarorlofsdagar hjá feðrumÁ vef Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org, eru aðgengilegar margvíslegar tölfræðiupplýsingar sem varpa ljósi á líf og aðstæður fólks á Norðurlöndunum og gera mögulegan samanburð milli landa. Jafnréttisvísar eru hluti þessara upplýsinga en um þá segir á vef ráðherranefndarinnar: „Jafnrétti kvenna og karla er grundvallargildi á Norðurlöndum. Söfnun og notkun tölfræðiupplýsinga um jafnrétti kynjanna er lykilþáttur í því að stuðla að jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Samstarf Norðurlanda um jafnrétti kynjanna, meðal annars hvað varðar tölfræðiupplýsingar, hefur stuðlað að því að gera Norðurlönd að þeim heimshluta þar sem jafnrétti kynjanna er mest.“
Sem dæmi um jafnréttisvísa má nefna vísa sem varpa ljósi á heilsu karla og kvenna, menntun, atvinnuþátttöku, fjárhag og tekjur, fjölskyldu og umönnun, áhrif og völd.

Íslenskir og sænskir feður taka flesta fæðingarorlofsdaga

Ef skoðaðar eru t.d. upplýsingar um fæðingarorlof  kemur fram að fæðingarorlof á Norðurlöndunum er lengst í Svíþjóð en styst á Íslandi. Danmörk er eina landið þar sem ekki er sérstakur feðrakvóti og feðrakvótinn er lengstur á Íslandi. Feður á Íslandi og í Svíþjóð taka flesta fæðingarorlofsdaga, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hlutur feðra í fæðingarorlofi hefur aukist hjá öllum Norðurlandaþjóðunum hefur aukist og sömuleiðis fjöldi fæðingarorlofsdaga á hvert barn á árabilinu 2000 – 2013.

Meðalaldur kvenna við fæðingu fyrsta barnsForeldrar eignast börn æ síðar á ævinni

Karlar og konur eignast börn síðar á ævinni en fyrri kynslóðir og meðalaldur við fæðingu fyrsta barns hækkar stöðugt. Árið 1961 var meðalaldur íslenskra kvenna 22 ár þegar þær eignuðust sitt fyrsta barn en árið 2013 var meðalaldurinn rúm 27 ár. Meðalaldur íslenskra karla sem eignuðustu sitt fyrsta barn var 30 ár árið 2013. Íslenskir foreldrar eru að meðaltali nokkru yngri þegar þeir eignast sitt fyrsta barn en foreldrar annars staðar á Norðurlöndunum, líkt og jafnréttisvísarnir sýna .

Vísar sem varða heilsu karla og kvenna

Í jafnréttisvísunum má m.a. skoða kyngreindar upplýsingar um lífslíkur við fæðingu, daglegar reykingar, dánartíðni vegna krabbameins og vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, sjálfsvíg, fjarvistir frá vinnu vegna veikinda, fóstureyðingar o.fl. Þar kemur t.d. fram að á Norðurlöndunum veldur krabbamein um fjórðungi allra dauðsfalla og að dánartíðni er hærri hjá körlum og konum á Norðurlöndunum að Færeyjum og Grænlandi undanskildum.