Categories
Fréttir

Sigurður Ingi nýr formaður Framsóknar

Deila grein

07/10/2016

Sigurður Ingi nýr formaður Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var kosinn formaður Framsóknarflokksins á 34. Flokksþingi Framsóknarmanna sem haldið var um helgina í Reykjavík. Sigurður Ingi hlaut 52,7% atkvæða en fráfarandi formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut 46,8%.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra fékk 3 atkvæði í formannskjöri, en hún bauð sig fram til varaformanns og fékk 96% atkvæða. Jón Björn Hákonarson var kosinn ritari flokksins, en hann var einn í kjöri.
Þingið hófst á laugardaginn og lauk í gær. Það var afar vel sótt og ljóst að mannauður flokksins er mikill. Mikil vinna fór í að koma saman ályktunum fyrir komandi alþingiskosningar sem verða í lok mánaðar.

Ályktanir 34. Flokksþings Framsóknarmanna.

Sigurður Ingi sagði þegar hann sleit flokksþinginu að nú myndu Framsóknarmenn snúa bökum saman og ganga einbeittir til kosninga.

Ný forysta Framsóknar, Sigurður Ingi, Lilja Dögg og Jón Björn.