„Leiðréttingin er einungis fyrsta aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs eru mikilvægar vörður á þeirri leið.“

Norðausturkjördæmi

Norðausturkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Núverandi kjördæmaskipan var samþykkt var með stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Þá var ákveðið að hafa kjördæmi fæst sex en flest sjö, en áður voru kjördæmin átta talsins. Breytingin miðaði að því að draga úr misvægi atkvæða og laga hana að þróun búsetu í landinu.

Til kjördæmisins teljast sveitarfélögin Akureyrarkaupstaður, Arnarneshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalvíkurbyggð, Djúpavogshreppur, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Grímseyjarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Langanesbyggð, Norðurþing, Seyðisfjarðarkaupstaður, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur, Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit.

Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Höskuldur Þór Þórhallsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Þórunn Egilsdóttir

Varaþingmenn

Hjálmar Bogi Hafliðason
Guðmundur Gíslason
Katrín Freysdóttir
Bjarnveig Ingvadóttir

Sveitarstjórnarmenn | Félögin