„Það er mjög mikilvægt að árið 2014 nýtist til þess að skapa ekki bara þennan stöðugleika sem menn eru að tala um í tengslum við kjarasamningana, heldur raunverulegar kjarabætur í framhaldinu, þannig að þegar kemur að endurnýjun kjarasamninga eftir ár þá verði hægt að bæta kjörin.“ – SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON

Norðausturkjördæmi

Norðausturkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Núverandi kjördæmaskipan var samþykkt var með stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Þá var ákveðið að hafa kjördæmi fæst sex en flest sjö, en áður voru kjördæmin átta talsins. Breytingin miðaði að því að draga úr misvægi atkvæða og laga hana að þróun búsetu í landinu.

Til kjördæmisins teljast sveitarfélögin Akureyrarkaupstaður, Arnarneshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalvíkurbyggð, Djúpavogshreppur, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Grímseyjarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Langanesbyggð, Norðurþing, Seyðisfjarðarkaupstaður, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur, Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit.

Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Höskuldur Þór Þórhallsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Þórunn Egilsdóttir

Varaþingmenn

Hjálmar Bogi Hafliðason
Guðmundur Gíslason
Katrín Freysdóttir
Bjarnveig Ingvadóttir

Sveitarstjórnarmenn | Félögin