Categories
Fréttir

Leynd aflétt

Deila grein

30/03/2016

Leynd aflétt

ásmundurÁ fundi þingflokks framsóknarmanna sem var að ljúka rétt í þessu var einróma samþykkt að þingflokkurinn í heild sinni leggi fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar er varðar aðgang að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnsýslunnar.
Að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, þingflokksformanns Framsóknar, hefur alltaf verið mikilvægt að allt sé uppi á borðum varðandi uppgjör við hrunið og eftirleik þess.
„Það er nauðsynlegt að fara ofan í öll þessi þjóðfélagslega mikilvægu mál, m.a. þau sem snúa að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna og það er fagnaðarefni að nú séu uppi umræður í samfélaginu að skoða þessi mál frá hruni til dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar.